Mannauður

Árið 2018 einkenndist af breytingum á mannauðnum en ráðið var í nokkur ný störf.

Starfsmannastefna HS Orku er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði og gagnkvæmri virðingu. Við skipulagningu á fræðslu fyrir árið var tekið á öllum þessum þáttum.

Í lok ársins var farið í 2. stigs úttekt fyrir jafnlaunavottun og mælti úttektaraðili fyrir um vottun og því ber að fagna. Þótt fyrirtæki í okkar stærð fái frest til ársloka 2021 var markmið 2018 að ljúka henni. Með því er verið að styðja við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Með því að vera með heildstæða stefnu í starfsmanna- og jafnréttismálum viljum við laða að okkur og halda í framúrskarandi starfsfólk sem tengir einnig við gildin okkar Metnaður, Heiðarleiki og Framsýni.

wow.jpeg
Hjólaliðið okkar í WOW komið í mark

Helstu áhersluatriði í starfsmannastefnunni eru starfsþróun og símenntun, starfið og fjölskyldan, öryggismál, starfskjör, samskipti og siðareglur ásamt heilbrigði.

Starfsmenn eru hvattir til að huga að heilbrigði sínu og hefur þeim fjölgað sem stunda reglubundna hreyfingu í hvers kyns formi. Fallegt umhverfi vinnustaðarins býður upp á ótal marga möguleika til útivistar og er bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjörn, við túnfótinn. Eins og undanfarin fjögur ár átti HS Orka lið í WOW Cyclothon.

Á árinu létu tveir starfsmenn af störfum vegna aldurs og komu sex nýir til starfa. Fastráðnir starfsmenn HS Orku í árslok voru 63 en að auki eru nokkrir lausráðnir starfsmenn.

Menntun starfsfólks

Kynjaskipting starfsfólks

Aldur starfsfólks

Starfsaldur