Gæðamál

HS Orka starfrækir vottað stjórnunarkerfi sem heldur utan um stefnur, markmið og verklag og tryggir þannig áreiðanleika starfseminnar ásamt því að tryggja að innri og ytri kröfum sé mætt.

Á árinu voru unnar innri úttektir sem framkvæmdar voru af úttektarmönnum HS Orku sem og ytri úttektir framkvæmdar af BSI og unnið að úrbótum í kjölfarið. Gæðaráðsfundir eru haldnir reglulega þar sem gæðakerfið er rýnt og þannig unnið að stöðugum umbótum.

Í byrjun árs var mikil vinna sett í innleiðingu á ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli og OHSAS 18001 öryggisstjórnunarstaðli sem skilaði sér í maí þegar HS Orka hlaut vottun á þessum tveimur stöðlum.

Að innleiða og reka stjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 er verkefni sem snertir alla þætti fyrirtækisins.

Vottunin
Kristín Birna Ingadóttir gæðastjóri og Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI við afhendingu vottananna

Skuldbinding stjórnenda er mjög mikilvæg sem og þátttaka starfsfólks. Ávinningur stjórnunarkerfisins kemur sífellt betur í ljós og sést í daglegum störfum allra starfsmanna.