
Albert Albertsson, verkfræðingur og hugmyndasmiður HS Orku, var sæmdur riddarakrossi á nýársdag fyrir framlag hans á vettvangi jarðhitanýtingar.

HS Orka vann Íslensku ánægjuvogina í 14. skipti á 16 árum. Við fengum einkunnina 68 af 100 mögulegum og vorum við hástökkvarar meðal raforkusala.

HS Orka gerðist einn af bakhjörlum WGC2020.

Endanlega gengið frá kaupum Innergex á 53,9% hlut Alterra í HS Orku.

1. stigs úttekt á jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012.

Framkvæmdaleyfi fyrir Brúarvirkjun veitt.

HS Orka, ásamt öðrum orku- og veitufyrirtækjum, afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindamálaráðherra, yfirlýsingu þess efnis að orku- og veitufyrirtæki ætli að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040.

Skóflustunga við Brúarvirkjun sem er fyrsta vatnsafslvirkjun HS Orku. Virkjunin er í Biskupstungum.

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi HS Orku við Brúarvirkjun og fer fram á stöðvun framkvæmda.

HS Orka var styrktaraðili og þátttakandi á IGC 2018.

Ytri úttekt á öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi HS Orku.

Úrskurðarnefnd hafnar stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Brúarvirkjun og framkvæmdir hefjast skömmu síðar.

ISO 14001 vottun í höfn.

OHSAS 18001 vottun í höfn.

Sýningunni Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun lokað vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Reykjanesi.

Fyrsta ganga sumarsins á Reykjanesi í samstarfi við Geopark og Bláa Lónið.

Jarðfræðiganga á Stóra-Skógfell í samstarfi við Geopark. Guðjón Helgi Eggertsson, jarðfræðingur HS Orku, fræddi göngufólk um jarðfræði og sögu svæðisins.

Borun lauk á rannsóknarholu við Litla-Skógfell vegna undirbúnings HS Orku á framtíðarvatnsbóli.

Ganga upp á Þorbjörn í samstarfi við konur í orkumálum.

HS Orka stóð fyrir málþingi um framtíð í skipulags-, raforku- og veitumálum á Suðurnesjum með sveitarfélögum á Suðurnesjum og Hafnarfirði.

Borun lokið á rannsóknarholu við Sýlingarfell vegna undirbúnings HS Orku á framtíðarvatnsbóli.

Endurnýjun framkvæmdaleyfis fyrir rannsóknarboranir í Eldvörpum samþykkt.

Nýtt framkvæmdaleyfi fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar, REY 4, gefið út.

ÍST 85:2012 í höfn.