HS Orka vinnur að stöðugri uppbyggingu á sviði öryggis- og heilbrigðismála og setur sér árlega markmið. Eitt markmiða ársins 2018 var að fjölga skráningum á hættum og næstum slysum miðað við árið áður með það fyrir augum að gera úrbætur og auka öryggi í umhverfi starfsmanna. Skráningum á hættum fækkaði hins vegar um 30% og næstum slysum um 60%.
Unnið var í aðgerðaráætlun sem varð til við gerð áhættumats starfa árið 2017 með það í huga að draga úr hættum í starfsumhverfi starfsmanna eða útrýma þeim. Á árinu var 20% af hættum og 2% af alvarlegum hættum útrýmt.
Það var von fyrirtækisins að árangur á sviði fyrrgreindra markmiða myndi leiða til þess að að enginn starfsmaður eða verktaki myndi lenda í svo alvarlegu slysi að það leiddi til fjarveru, en svo varð ekki. Þrjú fjarveruslys starfsmanna urðu á árinu og eitt hjá verktaka. Áfram munum við vinna að þessari stefnu því við viljum að allir starfsmenn komi heilir heim.